Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

244. fundur 01. mars 2018 kl. 16:00 - 17:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Atvinnuveganefnd: Til umsagnar 52. mál þingsályktun um mótun eigendastefnu rískisins fyrir bújarðir

Málsnúmer 201802107Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.
Lagt fram.

2.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 190. mál, frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 201802147Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Lagt fram.

3.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201802023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

4.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Framhald á umræðum um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum.

5.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 201801174Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag.
Sveitarstjóri fór yfir þá samninga sem Norðurþing á aðild að og starfað er eftir í dag sem sendir voru til ráðuneytisins.

6.Ísland ljóstengt 2018

Málsnúmer 201710129Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað framkvæmdafulltrúa Norðurþings þar sem farið er yfir stöðuna varðandi ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og möguleika við framkvæmdir og tengingar á austursvæði sveitarfélagsins. Ljósleiðaratengingu Reykjahverfis er að mestu lokið. Tengingu flugvallarins í Aðaldal samhliða tengingu milli Laxamýri og Tjarnar í Aðaldal er að ljúka. Þá er lokið ljósleiðaratengingu Raufarhafnar sem gerð var í samstarfi við Svalbarðshrepp. Eftir stendur tenging frá Kelduhverfi til Raufarhafnar.
Gunnar Hrafn Gunnarsson kom á fundinn og fór yfir málið.

Byggðarráð leggur áherslu á að ljúka tengingum ofangreindra svæða sem eftir standa svo fljótt sem auðið er. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa útboð á lagningu og rekstri ljósleiðara í austurhluta Norðurþings.

7.Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað fjármálastjóra vegna greiðslna tengdum uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lagt fram.

8.Búfesti hsf og möguleikar á samstarfi sveitarfélaga um nýtt framboð hagkvæmra íbúða á NA-landi

Málsnúmer 201708092Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Búfesti hsf um endurnýjun tillögu til sveitarfélaga á NA landi sem áhuga kynnu að hafa á samstarfi um byggingu hagkvæmra íbúða með stærra samfloti um útfærslu á hönnun og raðsmíði.
Byggðarráð fagnar áhuga Búfesti hsf. Fyrir liggja lóðir tilbúnar til húsbygginga af ýmsu tagi innan Norðurþings og telur byggðarráð ekkert því til fyrirstöðu að vinna með Búfesti eftir þeirra hugmyndum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. út frá möguleikum sem skapast hafa með nýrri húsnæðislöggjöf. Sveitarstjóra falið að finna málinu farveg innan stjórnsýslu Norðurþings með það að markmiði að koma af stað áhugaverðum nýbyggingaverkefnum.

9.Hugmynd um stofnun Þjóðgarðs á Melrakkasléttu

Málsnúmer 201802121Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Jóni Hjartarsyni þar sem hann vill koma á framfæri hugmynd um stofnun Þjóðgarðs (heimskautaþjóðgarðs) á Melrakkasléttu.
Byggðarráð þakkar bréfritara hugmynd um „heimskautaþjóðgarð“ á Melrakkasléttu. Bent skal á að lítið af jarðrými á Melrakkasléttu er í eigu eða á forræði Norðurþings og því ljóst að þróun þessarar hugmyndar útheimtir samstarf við landeigendur ásamt Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Málinu er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar og þess óskað að hverfisráð Öxarfjarðar takið málið einnig fyrir.

10.Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið

Málsnúmer 201711020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla númer 3 um verkefnið Norðurstrandarleið.
Byggðarráð óskar eftir því að Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga fjalli um verkefnið fyrir hönd Norðurþings og gæti hagsmuna sveitarfélagsins í samráði við ferðaþjónustufyrirtæki og samtök þeirra.

11.Bréf til sveitarstjórna frá Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201802126Vakta málsnúmer

Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga óskar eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins þann 23. mars.
Byggðarráð tilnefnir Drífu Valdimarsdóttur fjármálastjóra Norðurþings.

12.Atvinnuveganefnd: Til umsagnar 179. mál - tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

Málsnúmer 201802137Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:25.