Fara í efni

Hugmynd um stofnun Þjóðgarðs á Melrakkasléttu

Málsnúmer 201802121

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 244. fundur - 01.03.2018

Borist hefur erindi frá Jóni Hjartarsyni þar sem hann vill koma á framfæri hugmynd um stofnun Þjóðgarðs (heimskautaþjóðgarðs) á Melrakkasléttu.
Byggðarráð þakkar bréfritara hugmynd um „heimskautaþjóðgarð“ á Melrakkasléttu. Bent skal á að lítið af jarðrými á Melrakkasléttu er í eigu eða á forræði Norðurþings og því ljóst að þróun þessarar hugmyndar útheimtir samstarf við landeigendur ásamt Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Málinu er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar og þess óskað að hverfisráð Öxarfjarðar takið málið einnig fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018

Jón Hjartarson viðrar í bréfi sínu dags. 18. febrúar hugmyndir að stofnun "heimskautaþjóðgarðs" á Melrakkasléttu. Hann telur Melrakkasléttu einstaka hvað varðar náttúrufar í víðasta skilningi, jarðfræði, gróður, dýralíf, sögu ofl. Jafnframt liggur heimskautsbaugurinn skammt útifyrir Hraunhafnartanga. Miðstöð þjóðgarðsins yrði á Raufarhöfn þar sem yrði aðsetur þjóðgarðsvarðar og fræðslusetur. Stofnun þjóðgarðsins yrði þáttur í því að styrkja mannlíf og byggð á svæðinu. Telur Jón að frekara frumkvæði að stofnun þjóðgarðs yrði að koma frá heimamönnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að Norðurþing á lítið land á Sléttu og mestallt land þar í einkaeign. Nefndin leggur til að umræða um stofnun þjóðgarðs verði tekin við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings sem horft er til að verði á komandi kjörtímabili.