Fara í efni

Fræðslusvið - Rekstur leik- og grunnskóla 2016

Málsnúmer 201801185

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 23. fundur - 14.02.2018

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar framsetningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi rekstur og fjárhag sveitarfélaga fyrir árið 2016. Þar á meðal eru lykiltölur um leik- og grunnskóla eftir sveitarfélögum.
Kostnaður á nemanda í samreknum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins er hár í samanburði Sambandsins. Hafa verður í huga að ekki er tekið tillit til samrekstursins í þessum útreikningum hjá þessum skólum. Fræðslufulltrúa er falið að kanna hvort hægt sé að sundurliða kostnað leik- og grunnskóla í samreknum skólum sveitarfélagsins. Eins ber að hafa í huga að kostnaður nemanda á Grænuvöllum er hár í samanburði þessum og þar ber m.a. að líta til þess kostnaðar sem lítur að því að taka inn börn við 12 mánaða aldur.