Fræðslunefnd

23. fundur 14. febrúar 2018 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Karl Hreiðarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni leik- og grunnskóla voru á dagskrá kl. 13.00.

1.Niðurstöður þjónustukönnunar 2017

201801044

Fyrir fræðslunefnd liggja niðurstöður þjónustukönnunar Gallup um þjónustu sveitarfélaga árið 2017.
Niðurstaða könnunar kynnt fyrir nefndarmönnum og áheyrnarfulltrúum leik- og grunnskóla. Aðilar sammála um að nýta skuli niðurstöður könnunarinnar sem tækifæri til framfara.

2.Fræðslusvið - Rekstur leik- og grunnskóla 2016

201801185

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar framsetningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi rekstur og fjárhag sveitarfélaga fyrir árið 2016. Þar á meðal eru lykiltölur um leik- og grunnskóla eftir sveitarfélögum.
Kostnaður á nemanda í samreknum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins er hár í samanburði Sambandsins. Hafa verður í huga að ekki er tekið tillit til samrekstursins í þessum útreikningum hjá þessum skólum. Fræðslufulltrúa er falið að kanna hvort hægt sé að sundurliða kostnað leik- og grunnskóla í samreknum skólum sveitarfélagsins. Eins ber að hafa í huga að kostnaður nemanda á Grænuvöllum er hár í samanburði þessum og þar ber m.a. að líta til þess kostnaðar sem lítur að því að taka inn börn við 12 mánaða aldur.

3.Leikskólar - Gjaldskrá, samanburður við önnur sveitarfélög

201801183

Lögð er fram til kynningar samanburðarkönnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla.
Hafa þarf í huga þegar tölur eru bornar saman að mikill munur getur verið á þeirri þjónustu sem veitt er. Að mati fræðslunefndar er þjónustustig leikskóla Norðurþings hátt. Inntaka barna við 12 mánaða aldur er kostnaðarsöm en er þjónusta sem sveitarfélagið kýs að veita.

4.Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla

201612016

Fræðslunefnd heldur áfram umfjöllun sinni um dagvistunarúrræði á Kópaskeri.
Fræðslunefnd ræddi áfram fyrirkomulag dagvistunarúrræða á Kópaskeri. Ræddar voru leiðir til úrlausnar og fræðslufulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.Skólaþjónusta - Samningur um skólaþjónustu

201801114

Fyrir fræðslunefnd liggja drög að þjónustusamningi um að Norðurþing sinni áfram skóla- og sérfræðiþjónustu fyrir sveitarfélögin Svalbarðshrepp, Langanesbyggð, Tjörneshrepp og Skútustaðahrepp.
Fræðslufulltrúi kynnti drögin. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.

6.Skólaþjónusta - Verktaka sálfræðings á Raufarhöfn og Þórshöfn

201801122

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir fræðslunefnd tímabundnar breytingar í starfsmannamálum hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Fræðslufulltrúi kynnti fyrir fræðslunefnd verktöku sálfræðings sem mun sinna verkefnum á Raufarhöfn og Þórshöfn.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 1-2.
Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla, Ágústa Pálsdóttir fulltrúi starfsfólks Grænuvalla og Helena Eydís Ingólfsdóttir fulltrúi foreldra á Grænuvöllum sátu fundinn undir liðum 1-3.
Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps sat fundinn undir liðum 1-3 og lið 5.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir liðum 1-5.
Birna Björnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Dóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsfólks sátu fundinn á símafundi undir liðum 1-3.

Fundi slitið - kl. 15:30.