Fara í efni

Veituframkvæmdir að Saltvík

Málsnúmer 201802041

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 173. fundur - 09.02.2018

Framkvæmdum við lagningu hita- og vatnsveitu til Saltvíkur er lokið og þykir mjög til bóta fyrir notendur.
Ekki er þó á hreinu hvernig ber að innheimta lögbundin gjöld af veitunum og hvort eða hvaða samningar hafa verið gerðir við notendur á svæðinu, umfram hefðbundna gjaldskrá OH, ef einhverjir eru.
Lítil sem engin skrifleg gögn eru til um málið og virðist sem öll samskipti varðandi það við væntanlega notendur hafi verið í munnlegu formi.
Reynt hefur verið að lenda málinu, en án árangurs þar sem krafist er niðurfellingar gjalda sem er töluvert umfram það sem eðlilegt getur talist, m.a. ef horft er til þeirrar arðsemiskröfu sem fram kemur í samþykktum OH.
Stjórn OH þarf að taka afstöðu til þess hvernig málið verður leyst.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við viðkomandi aðila. Gert skal ráð fyrir að innheimtur verði kostnaður skv. gjaldskrá, en honum dreift á allt að 24 mánuði.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 174. fundur - 15.03.2018

Fyrir liggur afstaða undirritaðra félagsmanna Saltarans ehf til yfirstaðinna veituframkvæmda í Saltvík og greiðslu kostnaðar skv. gjaldskrá.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að innheimt verði gjald sem nemur einni heimtaug fyrir heitt vatn og einni fyrir kalt vatn fyrir umrætt hesthús.
Innheimt verður samkvæmt gildandi gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að klára málið með viðkomandi aðilum.