Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

173. fundur 09. febrúar 2018 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Eiríkur S. Svavarsson sat fundinn símleiðis undir fundarliðum nr. 1, 2 og 3.
Jón Ásberg Salómonsson og Gunnar Bóasson sátu fundinn undir fundarlið nr. 4

1.Niðurstaða Hæstaréttar í máli OH vs. GR

Málsnúmer 201802042Vakta málsnúmer

Þann 25. janúar var kveðinn upp dómur í máli Orkuveitu Húsavíkur (OH) og Garðræktarfélags Reykhverfinga (GR). Eiríkur S. Svavarsson fer yfir dómsniðurstöðuna og hvað hún þýðir fyrir OH.
Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður OH fór yfir niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli Orkuveitu Húsavíkur gegn Garðræktarfélagi Reykhverfinga.

2.Kalin raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Eiríkur S. Svavarssyni kynnir helstu vinkla sem taka þarf tillit til áður en gengið verður til samninga varðandi raforkuframleiðslu í Hrísmóum 1.


Í raun er unnt að gera þetta eftir nokkrum leiðum, en mikilvægast er að tryggja gagnsæi og jafnræði meðal áhugasamra aðila. Ein leið er að ákveða að senda öllum þeim sem hafa nú þegar sýnt áhuga, erindi og gefa þeim kost á að bjóða fram tillögur sínar á grundvelli nokkurra fárra skilmála eða lýsinga af hálfu OH. Hægt að kalla það útboðslýsingu. Önnur leið er að velja áhugasömustu aðilana, hugsanlega 3-4 og gefa þeim kost á hinu sama. Þriðja leiðin er svo að kynna þetta sérstaklega t.d. með viðtali í blöðum (t.d. viðskiptablaðinu) og láta vita af tímafresti og fá alla sem að vilja koma að borðinu. Spurningunni um útboðsskyldu hefur verið svarað í álitsgerð til stjórnar á síðasta ári og rétt að hafa hana til hliðsjónar við ákvörðunartöku í málinu.
Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður OH fór yfir helstu atriði sem snúa að nýtingu orkstöðvar á Húsavík og hvaða leiðir séu færar fyrir OH að fara í samningamálum.
Niðurstaðan er sú að ekki sé skynsamlegt að halla sér að einhverjum einum aðila til samstarfs, heldur opna fyrir aðkomu allra aðila sem sýnt hafa málinu áhuga.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að undirbúa vinnu vegna samkeppnisviðræðna um uppbyggingu og rekstur orkustöðvar milli áhugasamra aðila.

3.Sjóböð ehf

Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer

Gengið hefur verið frá áskriftarsamningi við Sjóböð ehf, en verðmatsskýrslan er enn í vinnslu hjá endurskoðanda OH (Deloitte). Verið er að ganga frá samningum við dæluframleiðendur varðandi djúpdælur í borholur og eins veitudælur á Höfða. Veituframkvæmdir á Höfða í tengslum við Sjóböðin eru á lokametrunum, en síðasti hluti þeirra framkvæmda verður unninn samhliða gatnagerð á Höfða í vor. Aðkallandi er orðið að ganga frá samningum varðandi vatssölu til Sjóbaða ehf m.t.t. rekstrarkostnaðar og eins þeim upphæðum sem eru umfram hlutafjárupphæð OH í félaginu. Töluverðum upphæðum hefur verið varið til undirbúnings þessa verkefnis af hálfu OH og þarf að taka ákvörðun um hvort OH sé ætlað að bera þann kostnað, eða hvort þær verði teknar inn í uppgjör milli félaganna.
Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður OH fór yfir málefni Sjóbaða.
Kynnt var fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur hver staðan er í því verkefni sem snýr að uppbyggingu Sjóbaða á Húsavík.

4.Höfðavatn - Ostakarið

Málsnúmer 201802043Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn Höfðavatns hafa áhyggjur af framtíð þess félagsskapar sem stofnaður var á sínum tíma í tengslum við heilsuböð á Húsavík.
Þeir vilja kanna hvort forsendur séu til þess að "ostakarinu" verði haldið í rekstri fyrir lokaðan hóp einstaklinga sem þurfa á því að halda, ef ske kynni að sú blöndun jarðsjávar sem fyrirhuguð er í Sjóböðunum hafi ekki sömu áhrif til "húðlækninga" og sá vökvi sem nýttur er í dag og kemur úr holu HU-01.
Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn Höfðavatns komi á fundinn og ræði við stjórn OH um málið.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að skoða möguleikann á því að halda áfram að útvega vatn til baðaðstöðu "ostakars", að því gefnu að aðstaða verði eingöngu ætluð lokuðum hópi fólks með Psoriasis og önnur húðvandamál.

5.Veituframkvæmdir að Saltvík

Málsnúmer 201802041Vakta málsnúmer

Framkvæmdum við lagningu hita- og vatnsveitu til Saltvíkur er lokið og þykir mjög til bóta fyrir notendur.
Ekki er þó á hreinu hvernig ber að innheimta lögbundin gjöld af veitunum og hvort eða hvaða samningar hafa verið gerðir við notendur á svæðinu, umfram hefðbundna gjaldskrá OH, ef einhverjir eru.
Lítil sem engin skrifleg gögn eru til um málið og virðist sem öll samskipti varðandi það við væntanlega notendur hafi verið í munnlegu formi.
Reynt hefur verið að lenda málinu, en án árangurs þar sem krafist er niðurfellingar gjalda sem er töluvert umfram það sem eðlilegt getur talist, m.a. ef horft er til þeirrar arðsemiskröfu sem fram kemur í samþykktum OH.
Stjórn OH þarf að taka afstöðu til þess hvernig málið verður leyst.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við viðkomandi aðila. Gert skal ráð fyrir að innheimtur verði kostnaður skv. gjaldskrá, en honum dreift á allt að 24 mánuði.

6.Stjórnarfundur HÖ 17.01.2018

Málsnúmer 201802044Vakta málsnúmer

Stjórnarfundur hjá Hitaveitu Öxarfjarðar var haldinn þann 17. janúar sl.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu mál sem þar komu fram.
Framkvæmdastjóri fór yfir fundargerð frá stjórnarfundi Hitaveitu Öxarfjarðar.

Fundi slitið - kl. 18:45.