Fara í efni

Höfðavatn - Ostakarið

Málsnúmer 201802043

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 173. fundur - 09.02.2018

Forsvarsmenn Höfðavatns hafa áhyggjur af framtíð þess félagsskapar sem stofnaður var á sínum tíma í tengslum við heilsuböð á Húsavík.
Þeir vilja kanna hvort forsendur séu til þess að "ostakarinu" verði haldið í rekstri fyrir lokaðan hóp einstaklinga sem þurfa á því að halda, ef ske kynni að sú blöndun jarðsjávar sem fyrirhuguð er í Sjóböðunum hafi ekki sömu áhrif til "húðlækninga" og sá vökvi sem nýttur er í dag og kemur úr holu HU-01.
Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn Höfðavatns komi á fundinn og ræði við stjórn OH um málið.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að skoða möguleikann á því að halda áfram að útvega vatn til baðaðstöðu "ostakars", að því gefnu að aðstaða verði eingöngu ætluð lokuðum hópi fólks með Psoriasis og önnur húðvandamál.