Fara í efni

Ósk um stækkun lóðar að Langholti í landi Þverár, Reykjahverfi

Málsnúmer 201802118

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018

Tryggvi Óskarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun lóðar undir veiðihús að Langholti í landi Þverár (lnr. 224.654). Núverandi lóð er skráð 900 m². Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað sem sýnir 1.200 m² lóð. Ennfremur er óskað eftir samþykki fyrir því að lóðinni verði skipt út úr jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki útskipti lóðarinnar úr jörðinni.

Sveitarstjórn Norðurþings - 79. fundur - 20.03.2018

Á 26. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki útskipti lóðarinnar úr jörðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.