Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

79. fundur 20. mars 2018 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir 2. varaforseti
 • Kristján Þór Magnússon
 • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varamaður
 • Arnar Guðmundsson 3. varamaður
 • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir 1. varamaður
 • Anna Ragnarsdóttir 1. varamaður
 • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Helstu breytingar frá núgildandi samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings snúa að nefndakerfi sveitarfélagsins, en tillagan að breytingum felur í sér að nefndum verði fækkað úr sex fastanefndum niður í tvö ný ráð, auk byggðarráðs. Í fyrsta lagi verður félagsmálanefnd, fræðslunefnd og æskulýðs- og menningarnefnd steypt saman í eitt fjölskylduráð sem fer með málefni nefndanna sem sinnt hafa málefnum fjölskyldusviðs sveitarfélagsins. Hinsvegar verður skipulags- og umhverfisnefnd, framkvæmdanefnd og hafnanefnd steypt saman í nýtt framkvæmda- og skipulagsráð Norðurþings.

Helstu breytingar á frá núgildandi samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings eru þær að frá núverandi stöðu að grunnlaun sveitarstjórnarfulltrúa eru að hækka umtalsvert og verða 15% af þingfararkaupi gangi þessar breytingar eftir. Nýmæli er að finna í þessum samþykktum er varðar mánaðarlegar greiðslur til fyrsta varamanns framboðs sem á sæti í sveitarstjórn.

Á 246. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings og samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján, Hjálmar, Stefán, Jónas, Soffía, Sif og Kolbrún.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings sem tekur gildi 10. júní 2018.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem tekur gildi 10. júní 2018.

2.Vatnajökulsþjóðgarður: Heimsminjaskrá UNESCO

Málsnúmer 201605107Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifa undir stuðningsyfirlýsinguna.

3.Skjalastefna Norðurþings

Málsnúmer 201803042Vakta málsnúmer

Á 245. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir stefnuna samhljóða.

4.Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer

Á 26. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd samþykkir efnislega óbreytta samþykkt um hunda- og kattahald í Norðurþingi sem felur í sér bann við lausagöngu hunda og katta í þéttbýli.
Nefndin samþykkir aðrar þær viðbætur og breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktinni til sæmræmis við lög og reglugerðir.
Samþykktinni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

Kjartan Páll Þórarinsson óskar bókað.
Leyfa á lausagöngu katta í þéttbýli.


Til máls tóku; Sif, Hjálmar, Soffía og Kolbrún.

Sveitarstjórn samþykkir efnislega óbreytta samþykkt um hunda- og kattahald í Norðurþingi sem felur í sér bann við lausagöngu hunda og katta í þéttbýli með atkvæðum Stefáns, Kolbrúnar, Arnars, Jóhönnu, Önnu, Hjálmars og Soffíu. Sif og Jónas sitja hjá.

5.Rannsóknaáætlun RAMÝ 2017-2020: ósk um álit sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 201803066Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til álits rannsóknaáætlun fyrir Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn.


Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með metnaðarfulla áætlun og óskar RAMÝ góðs gengis með verkefnið.

6.Félagsleg heimaþjónusta: Gjaldskrá 2018

Málsnúmer 201802056Vakta málsnúmer

Á 19. fundi félagsmálanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu árið 2018 lögð fram.
Nefndin samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Hjálmar og Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2018.

7.Gjaldskrá bókasafnsins 2018

Málsnúmer 201802127Vakta málsnúmer

Á 20. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að fyrirlögð gjaldskrá verði samþykkt.
Til máls tók: Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá bókasafnsins 2018.

8.Endurskoðun leiguverðs - Sambýli Norðurþings

Málsnúmer 201803038Vakta málsnúmer

Á 26. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá með fyrirvara um jákvæða afstöðu til málsins á fundi félagsmálanefndar.
Í staðinn fyrir fast leiguverð pr. herbergi, verði leiguverð ákvarðað m.t.t. stærðar herbergis ásamt hlutdeild í sameign.
Um er að ræða talsverða hækkun á leiguverði og þess vegna er mikilvægt að benda leigjendum á að nýta sér húsaleigubætur.
Ef húsaleigubætur eru nýttar er raunhækkun leiguverðs óveruleg.


Á 19. fundi félagsmálanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu byggðaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá sambýla Norðurþings.

9.Ósk um stækkun lóðar að Langholti í landi Þverár, Reykjahverfi

Málsnúmer 201802118Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki útskipti lóðarinnar úr jörðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Flóki ehf. sækir um stækkun lóðar að Hafnarstétt 21

Málsnúmer 201802106Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkun verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarleigusamning.


Á 22. fundi hafnanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.

11.Breyting á deiliskipulagi Rifóss.

Málsnúmer 201712046Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar.

Nefndin felur skipulagsráðgjafa að færa inn fornminjar skv. tillögum Minjastofnunar og gera grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.

Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar fer nefndin fram á að tilgreint verði í greinargerð deiliskipulagsins að vatnstaka umfram 300 l/s sé ávallt matsskyld.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem að ofan eru taldar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.

12.Byggðarráð Norðurþings - 244

Málsnúmer 1802008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 244. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Búfesti hsf og möguleikar á samstarfi sveitarfélaga um nýtt framboð hagkvæmra íbúa á NA-landi": Hjálmar og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

13.Hafnanefnd - 22

Málsnúmer 1802006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Skýrsla um móttöku skemmtiferðaskipa": Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

14.Byggðarráð Norðurþings - 245

Málsnúmer 1803004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 245. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd - 26

Málsnúmer 1803001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 26. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

16.Framkvæmdanefnd - 26

Málsnúmer 1803002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 26. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið "Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018": Hjálmar og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

17.Félagsmálanefnd - 19

Málsnúmer 1803003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 19. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

18.Æskulýðs- og menningarnefnd - 20

Málsnúmer 1803006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

19.Orkuveita Húsavíkur ohf - 174

Málsnúmer 1803005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 174. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

20.Byggðarráð Norðurþings - 246

Málsnúmer 1803007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 246. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.