Fara í efni

Fjölmenningarmál

Málsnúmer 201803057

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 246. fundur - 16.03.2018

Um síðustu áramót lét atvinnu- og menningarfulltrúi Norðurþings af störfum og hafa menningarmál verið á borði sveitarstjóra frá þeim tíma. Fyrir liggur að lista- og menningarmálum þarf að finna betri farveg og auka hlut umsýslu með fjölmenningu og málefnum nýrra íbúa innan málaflokksins.
Samþykkt að ráða Huld Hafliðadóttur til að sinna fjölmenningarmálum í hlutastarfi út árið.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 21. fundur - 17.04.2018

Huld Hafliðadóttir hefur verið ráðin til að sinna fjölmenningarmálum í hlutarfi út árið og kynnti hún starf sitt fyrir nefndinni.
Nefndin fagnar því að fjölmenningarmál séu komin í farveg hjá sveitarfélaginu.
Nefndin þakkar Huld fyrir kynninguna og býður hana velkomna til starfa.

Fjölskylduráð - 15. fundur - 03.12.2018

Fjölmenningarfulltrúi kemur fyrir ráðið og kynnir það starf sem þegar hefur verið unnið og og fer yfir það sem liggur fyrir.
Huld Hafliðadóttir fjölmenningarfulltrúi kom og kynnti það starf sem hefur farið fram og fór yfir það sem er framundan, m.a. auglýsing á 50% stöðu fjölmenningarfulltrúa, viðburð í desember o.fl.
Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og vel unnin störf í fjölmenningarmálum í sveitarfélaginu.