Fara í efni

Fyrirspurnir vegna lóða og ýmis gjöld

Málsnúmer 201806107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Bjarni Þór Björgvinsson óskar eftir því að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar að Hraunholti 32 með sömu skilyrðum og gildir um tilgreindar lóðir í fundargerð skipulags- og framkvæmdaráðs 17. júlí s.l.
Afsláttur hefur á undanförnum árum verið veittur á tilteknum lóðum í Norðurþingi sem tilraun til að hraða uppbyggingu óbyggðra lóða í þegar byggðum hverfum. Á síðasta ári hófst hinsvegar uppbygging nýs hverfis í Holtahverfi, svokallað E-svæði þar sem eru göturnar Lágholt og Hraunholt. Þar þurfti sveitarfélagið að standa að nýbyggingu innviða með tilheyrandi kostnaði. Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Norðurþingi tekur mið af rauntölum við uppbyggingu gatna og lætur þannig nærri að kostnaður við uppbyggingu gatnakerfis E-svæðis Holtahverfis sé í jafnvægi við full gatnagerðargjöld allra lóða á svæðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki forsendur til að veita afslátt af gatnagerðargjöldum lóða í Hraunholti og Lágholti og hafnar því erindinu.