Fara í efni

Framlag Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Norðurþings vegna Húsavíkurhöfðaganga

Málsnúmer 201806205

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Vegagerðin og Slökkvilið Norðurþings hafa undanfarin misseri farið yfir öryggismál í nýjum Húsavíkurhöfðagöngum og drög að viðbragðsáætlun. Aðilar eru sammála um að til þess að ná ásættanlegu öryggi hvað varðar bruna og slys í göngunum þarf að efla þann búnað sem slökkviliðið hefur yfir að ráða. Vegagerðin hefur samþykkt að greiða styrk að upphæð 4 mkr með VSK til kaupa á búnaði sem nýst getur slökkviliðinu ef upp koma þannig aðstæður í göngunum. Styrkurinn er skilyrtur við að fjárhæðin sé notuð til innkaupa á búnaði, en ekki nýttur vegna æfinga eða annars rekstrar liðsins. Slökkviliðið tekur að sér að sjá um göngin hvað þeirra verksvið varðar með fyrirliggjandi búnaði eftir þessa viðbót.
Grímur Kárason sat fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar.