Fara í efni

Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum í Norðurþingi

Málsnúmer 201808016

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 3. fundur - 13.08.2018

Samkvæmt 9. gr. barnaverndarlaga ber sveitarstjórnum að marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélags. Jafnframt er sveitarfélögum sem hafa samvinnu um barnavernd heimilt að gera sameiginlega áætlun.
Félagsmálastjóri kynnti fjölskylduráði drög að framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í málum barnaverndar.

Fjölskylduráðið felur félagsmálastjóra að halda áfram vinnu við framkvæmdaáætlun barnaverndar í samráði við barnaverndanefnd og að höfðu samráði verði málið tekið fyrir aftur hjá fjölskylduráði.