Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Starfsskýrsla frístundar á Húsavík 2017-2018
201808014
Til kynningar er starfsskýrsla frístundar og félagsmiðstöðvarinnar Túns á Húsavík fyrir starfsárið 2017-2018.
Starfsskýrsla frístundar og félagsmiðstöðvarinnar Túns á Húsavík fyrir starfsárið 2017-2018 lögð fram.
2.Starfsdagatal frístundar 2018-2019
201808015
Fyrir nefndinni liggur dagatal frístundar á Húsavík fyrir skólaárið 2018-2019
Starfsdagatal frístundar á Húsavík fyrir skólaárið 2018-2019 samþykkt samhljóða.
3.Íþróttahús og tjaldsvæði á Kópaskeri
201806105
Til umræðu er fyrirkomulag starfsmannamála við íþróttahúsið og tjaldsvæðið á Kópaskeri.
Starfsmannamál við íþróttahúsið og tjaldsvæði á Kópaskeri kynnt af íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að framlengja til eins árs samning við núverandi umsjónaraðila.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að framlengja til eins árs samning við núverandi umsjónaraðila.
4.Völsungur - samningamál 2018-
201707045
Til umræðu eru greiðslur vegna sumarskóla Völsungs. Starfsmaður á vegum Norðurþings sá um ábyrgð og utanumhald skólans í 2 vikur. Taka þarf ákvörðun um greiðslur til Völsungs vegna verkefnisins með hliðsjón af samningi á milli Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að Völsungur fái greitt fyrir þær 4 vikur sem félagið hafði umsjón með sumarskólanum í stað þeirra 6 vikna sem samið hafði verið um.
5.Samningamál íþróttafélaga 2019-
201808013
Almenn umræða um samningamál Norðurþings við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð ræddi samingamál við íþróttafélög í Norðurþingi. Framundan er endurnýjun samninga við íþróttafélög innan sveitarfélagsins þar sem flest allir samningar renna út í árslok 2018.
6.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra
201805244
Magnús Matthíasson hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir ráðningu Magnúsar Matthíassonar í starf skólastjóra við Grunnskóla Raufarhafnar.
7.Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum í Norðurþingi
201808016
Samkvæmt 9. gr. barnaverndarlaga ber sveitarstjórnum að marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélags. Jafnframt er sveitarfélögum sem hafa samvinnu um barnavernd heimilt að gera sameiginlega áætlun.
Félagsmálastjóri kynnti fjölskylduráði drög að framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í málum barnaverndar.
Fjölskylduráðið felur félagsmálastjóra að halda áfram vinnu við framkvæmdaáætlun barnaverndar í samráði við barnaverndanefnd og að höfðu samráði verði málið tekið fyrir aftur hjá fjölskylduráði.
Fjölskylduráðið felur félagsmálastjóra að halda áfram vinnu við framkvæmdaáætlun barnaverndar í samráði við barnaverndanefnd og að höfðu samráði verði málið tekið fyrir aftur hjá fjölskylduráði.
Fundi slitið - kl. 15:10.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 7.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístundar og félagsmiðstöðva sat fundinn undir lið 1-2.