Fara í efni

Uppsetning veðurstöðvar á vegum Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Melrakkasléttu

Málsnúmer 201808023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Rannsóknarstöðin Rif óskar eftir leyfi til að setja upp sjálfvirka veðurathugunarstöð í landi Rifs á Melrakkasléttu. Veðurstöðin samanstendur af 10 m háu mastri auk búnaðar sem hengdur verður utan á mastrið. Fyrirhuguð staðsetning er við norðurenda Urriðatjarnar, um 150 m sunnan þjóðvegar um Melrakkasléttu. Fylgjandi umsókn eru teikningar og myndir af búnaði og kort sem sýnir staðsetningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.