Fara í efni

Trésmiðjan Rein óskar eftir heimild til að taka 20m3 af fjörugrjóti þar sem efnistaka hefur verið framkvæmd.

Málsnúmer 201808036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Fyrir liggur ósk frá Trésmiðjunni Rein ehf um efnistöku á fjörugrjóti úr suðurfjöru til frágangs og fegrunar í kringum sjóböðin á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir efnistöku á allt að 20 m3 af fjörugrjóti úr suðurfjöru í þeim tilgangi sem nefndur er í erindi frá Trésmiðjunni Rein ehf.
Farið er fram á að staðið verði að efnisnáminu á sama hátt og áður hefur verið gert þannig að ekki sjáist ummerki eftir það í fjörunni. Miðað skal við sömu verðlagningu og áður hefur verið.