Fara í efni

Hjálmar Bogi óskar eftir að fá kostnaðarúttekt á verkefninu Vatnsrennibraut á Húsavík.

Málsnúmer 201809040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Kostnaðarmat vegna kaupa og uppsetningar vatnsrennibrautar við Sundlaug Húsavíkur var unnið af Faglausn ehf og liggur til grundvallar verkefninu.
Tekin hefur verið saman bókfærður kostnaður vegna verkefnisins, en einnig er lagt fram til kynningar kostnaðarmat þeirra framkvæmda sem eftir standa til þess að ganga frá svæðinu í kringum rennibrautina og afmarka það. Ketill Gauti Árnason kynnti málið.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Katli kynninguna.

Hjálmar Bogi og Gísli óska bókað:
Vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur er dæmi um framkvæmd þar sem skortir vönduð vinnubrögð, og farið af stað án efnda.
Gísli og Hjálmar Bogi.

Meirihluti framkvæmdaráðs óskar bókað:
Þeim þykir miður að kostnaður við framkvæmd sé komin fram úr áætlun en gleðst að sama skapi yfir aukinni afþreyingu fyrir íbúa sveitarfélagsins sem er heilsueflandi samfélag.
Kolbrún Ada, Kristinn Jóhann og Silja.