Fara í efni

Beiðni um lækkun á umferðarhraða í Auðbrekku og lagfæringar á götum.

Málsnúmer 201809080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá íbúum við Auðbrekku á Húsavík um lækkun hámarkshraða úr 50 í 30 km/klst. Einnig er óskað eftir því að gatan fái eðlilegt viðhald þannig að hún verði aksturshæf.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum við Auðbrekku fyrir erindið og þau rök sem liggja til grundvallar óskum þeirra.
Unnið er að heildarskipulagi hraðatakmarkana á Húsavík og er sú vinna vel á veg komin. Sjálfsagt er í þeirri vinnu að taka tillit til óska íbúa við Auðbrekku varðandi umferðarhraða.

Fyrirliggjandi eru malbikunarframkvæmdir á vegum Norðurþings og munu þær framkvæmdir ná yfir lagfæringar við gatnamót Auðbrekku og Héðinsbrautar. Í beinu framhaldi verður til bráðabirgða gert við klæðningu í Auðbrekku þar sem þörf er á slíku, þar til fullnaðarviðgerð fer fram.