Fara í efni

Sölkusiglingar ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi hjá flotbryggju sem félagið hefur aðstöðu við.

Málsnúmer 201809092

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Guðrún Þórhildur sækir um, fyrir hönd Sölkusiglinga, stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við flotbryggju.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur í hyggju að endurskoða ákvæði um aðstöðuhús við flotbryggjur. Ráðið frestar því erindinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Sölkusiglingar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi á skipulögðum reit við flotbryggju sem félagið hefur aðstöðu við. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 25. september en þá frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur mótað sér þá stefnu að veita engin stöðuleyfi við flotbryggjur á Húsavík fyrir næsta sumar. Ráðið hafnar því þessu erindi.