Fara í efni

Framkvæmdaráð uppbyggingu nýs golfskála á Katlavelli Húsavík. Fundargerðir og fleiri gögn

Málsnúmer 201809105

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Yfirferð ákvarðana um byggingu nýs golfskála á Húsavík í tölum og texta.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að ekki verði farið af stað með verkefnið að svo stöddu þar sem að ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn sem sýna fram á raunverulegan kostnað við byggingu nýs golfskála og vegagerðar honum tengdum. Meirihluti ráðsins leggur því til að klárað verði að hanna skálann, hann boðinn út og ákvörðun um að fara í framkvæmdir verði tekin að því loknu. Nýleg dæmi um stórar framkvæmdir á vegum Norðurþings sýna að betur þarf að standa að undirbúningi framkvæmda í svo stórum verkefnum.
Meirihluti ráðsins samþykkir tillöguna.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti uppfærða kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Byggðarráð taki upp samning vegna uppbyggingar Katlavallar við Golfklúbb Húsavíkur og fresti framkvæmd ótímabundið vegna þess að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er ekki í samræmi við samning.

Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.

Byggðarráð Norðurþings - 292. fundur - 06.06.2019

Á 33. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, 28. maí 2019, var lagt til að byggðarráð taki upp samning vegna uppbyggingar Katlavallar við Golfklúbb Húsavíkur og fresti framkvæmd ótímabundið vegna þess að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er ekki í samræmi við samning.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að fresta byggingu nýs golfskála við Katlavöll og taka upp samninginn við Golfklúbb Húsavíkur. Byggðarráð tekur málið upp við gerð fjárhagsáætlunar.