Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

292. fundur 06. júní 2019 kl. 08:30 - 09:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir stýrði fundi.

1.Framkvæmdaráð uppbyggingu nýs golfskála á Katlavelli Húsavík. Fundargerðir og fleiri gögn

Málsnúmer 201809105Vakta málsnúmer

Á 33. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, 28. maí 2019, var lagt til að byggðarráð taki upp samning vegna uppbyggingar Katlavallar við Golfklúbb Húsavíkur og fresti framkvæmd ótímabundið vegna þess að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er ekki í samræmi við samning.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að fresta byggingu nýs golfskála við Katlavöll og taka upp samninginn við Golfklúbb Húsavíkur. Byggðarráð tekur málið upp við gerð fjárhagsáætlunar.

2.Bjarni Þór Björgvinsson óskar eftir afslætti af gatnagerðargjöldum vegna lóðar að Hraunholti 32

Málsnúmer 201904080Vakta málsnúmer

Á 288. fundi sínum þann 2. maí s.l. frestaði byggðarráð afgreiðslu erindis Bjarna Þórs Björgvinssonar um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóðar að Hraunholti 32.
Bergur Elías Ágústsson vék af fundi undir þessu máli.

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð hafnar erindinu á þeim forsendum að lóðinni er úthlutað 31.10.2017 en ný gjaldskrá tekur ekki gildi fyrr en 1.1.2019. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

3.Ósk um aðstoð Norðurþings við rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019.

Málsnúmer 201905144Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá verkefnisstjóra Öxarfjarðar í sókn og stjórn Skjálftafélagsins á Kópaskeri um styrk til reksturs Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019.
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

4.Flugklasinn Air 66N - óskum starfsstyrk

Málsnúmer 201905155Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Flugklasinn Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 300 krónum á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).
Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.

5.Val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar - Norðurþing

Málsnúmer 201905148Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 28. febrúar s.l. var sveitarfélögum gefinn kostur á að sækja um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á 90. fundi sínum þann 19. mars s.l. að sækja um þátttöku í verkefninu og hefur samráðshópur nú valið þrjú sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu og eru þau ásamt Norðurþingi, Kópavogsbær og Stykkishólmsbær.
Lagt fram til kynningar.

6.Bartosz Romowicz bæjarstjóri Ustrzyki Dolne í Póllandi óskar eftir samvinnu og samstarfi milli Norðurþings og Ustrzyki Dolne

Málsnúmer 201905142Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Bartosz Romowicz bæjarstjóra Ustrzyki Dolne í Póllandi þar sem óskað er eftir samstarfi og samvinnu í verkefnum sem snúa að uppfyllingu þarfa íbúa Húsavíkur og Ustrzyki Dolne.
Byggðarráð þakkar bæjarstjóra Ustrzyki Dolne fyrir erindið en Norðurþing er nú þegar í vinabæjarsamstarfi við þó nokkur sveitarfélög og mun leggja áherslu á að efla þau samskipti áður en til nýrra vinabæjarsamskipta er stofnað.

7.Framfarafélag Öxarfjarðar óskar eftir tækifærisleyfi v/Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri.

Málsnúmer 201906007Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna dansleikjar í tilefni af Sólstöðuhátíð á Kópaskeri frá kl. 23:00 þann 22. júní til kl. 03:00 þann 23. júní 2019.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

8.Framfarafélag Öxarfjarðar óskar eftir tækifærisleyfi vegna útitónleika á Sólstöðuhátið á Kópaskeri

Málsnúmer 201906008Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna útitónleika í tilefni af Sólstöðuhátíð á Kópaskeri frá kl. 20:30 til kl. 22:30 þann 22. júní 2019.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

9.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2018 og fundargerðir 2019

Málsnúmer 201906009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2018 ásamt fundargerðum 205. - 208. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.