Fara í efni

Ósk um aðstoð Norðurþings við rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019.

Málsnúmer 201905144

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 292. fundur - 06.06.2019

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá verkefnisstjóra Öxarfjarðar í sókn og stjórn Skjálftafélagsins á Kópaskeri um styrk til reksturs Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019.
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

Byggðarráð Norðurþings - 293. fundur - 13.06.2019

Á 292. fundi byggðarráðs þann 6. júní s.l. var frestað afgreiðslu erindis um styrk til reksturs Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019 og var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
Norðurþing styrkir nú þegar rekstur Skjálftasetursins með gjaldfrjálsum afnotum af húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Fjárhæð styrkbeiðnarinnar þ.e. 1,4 milljónir rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins á þessu ári og verði beiðnin samþykkt kallar það á gerð viðauka við áætlunina.
Byggðarráð sér sér því ekki fært að verða við styrkbeiðni að þessari fjárhæð en samþykkir að veita Skjálftasetrinu styrk að upphæð 700 þúsund krónur á þessu ári. Jafnframt er þess óskað að Skjálftasetrið skili inn skýrslu á haustdögum um starfsemi félagsins ásamt rekstrarniðurstöðu sumarsins. Í framhaldinu skulu aðilar taka umræðu um framtíðarfyrirkomulag setursins og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að starfsemi þess.