Fara í efni

Bjarni Þór Björgvinsson óskar eftir afslætti af gatnagerðargjöldum vegna lóðar að Hraunholti 32

Málsnúmer 201904080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 288. fundur - 02.05.2019

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Bjarna Þór Björgvinssyni um lækkun gatnagerðargjalda úr 12,0% í 9,0% vegna lóðarinnar að Hraunholti 32 á grundvelli endurskoðunar á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald o.fl. á 87. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 13. desember 2018.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir þessum lið.
Bergur Elías Ágústsson vék af fundi við afgreislu málsins.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að taka saman stutta greinargerð vegna málsins.

Byggðarráð Norðurþings - 292. fundur - 06.06.2019

Á 288. fundi sínum þann 2. maí s.l. frestaði byggðarráð afgreiðslu erindis Bjarna Þórs Björgvinssonar um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóðar að Hraunholti 32.
Bergur Elías Ágústsson vék af fundi undir þessu máli.

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð hafnar erindinu á þeim forsendum að lóðinni er úthlutað 31.10.2017 en ný gjaldskrá tekur ekki gildi fyrr en 1.1.2019. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.