Byggðarráð Norðurþings

288. fundur 02. maí 2019 kl. 08:30 - 10:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Samkomulag Slökkviliðs Norðurþings og HSN um samstarf sjúkraflutninga

201904083

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri kemur á fund byggðarráðs og gerir grein fyrir samkomulagi slökkviliðsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um tilhögun sjúkraflutninga fyrir stofnunina á Húsavík.
Byggðarráð þakkar Grími Kárasyni fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með samkomulagið.

2.Bjarni Þór Björgvinsson óskar eftir afslætti af gatnagerðargjöldum vegna lóðar að Hraunholti 32

201904080

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Bjarna Þór Björgvinssyni um lækkun gatnagerðargjalda úr 12,0% í 9,0% vegna lóðarinnar að Hraunholti 32 á grundvelli endurskoðunar á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald o.fl. á 87. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 13. desember 2018.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir þessum lið.
Bergur Elías Ágústsson vék af fundi við afgreislu málsins.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að taka saman stutta greinargerð vegna málsins.

3.Rekstur Norðurþings 2019

201904112

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu þrjá mánuði ársins og þróun útsvarstekna það sem af er ári.
Fjármálastjóri fór yfir rekstur málaflokka fyrstu þrjá mánuði ársins og þróun útsvarstekna.

4.Framlög til stjórnmálasamtaka skv 5. gr. laga nr 162/2006

201603056

Í fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að framlög til stjórnmálasamtaka skv. lögum nr. 162/2006 verði kr. 400.000, gert er ráð fyrir að framlagið verði greitt út í einu lagi í maímánuði. Sjá nánar: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html
Lagt fram til kynningar.

5.Vinnulag innan sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana og viðauka við þær

201904124

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir frumkvæðisathugun ráðuneytisins á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga þar sem misræmi í rekstri og fjárfestingum milli fjárhagsáætlana og ársreikninga árið 2016 nam 5% eða meira. Bréfið er sent öllum sveitarfélögum til að kynna niðurstöðuna og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga ársins 2019.
Lagt fram til kynningar.

6.Styrkbeiðni vegna Sjómannadagsins

201904113

Fyrir byggðarráði liggur beiðni Sjómannadagsráðs Húsavíkur um styrk vegna hátíðarhalda á sjómannadaginn.
Byggðarráð samþykkir að styrkja hátíðarhöld á Húsavík í tilefni sjómannadagsins um 100.000 krónur.

7.Vatnajökulsþjóðgarður - samráð um atvinnustefnu

201904061

Fyrir byggðarráði liggja drög að atvinnustefnu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð og er óskað eftir skriflegum ábendingum og athugasemdum við stefnuna.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur 2019

201904134

Boðað er til aðalfundar Orkuveitu Húsavíkur þriðjudaginn 30. apríl kl. 14:00.
Byggðarráð felur Helenu Eydísi Ingólfsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

9.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags ehf.

201904107

Boðað er til aðalfundar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 17:00 í Skúlagarði.
Byggðarráð felur Silju Jóhannesdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og til vara Hafrúnu Olgeirsdóttur.

10.Ársfundur Stapi lífeyrissjóður - fundarboð

201904067

Boðað er til aðalfundar Stapa lífeyrsisjóðs í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 8. maí n.k. kl. 14:00.
Byggðarráð felur Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og til vara Drífu Valdimarsdóttur.

11.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2019

201904077

Boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 10-12 á Fosshótel Húsavík.
Byggðarráð felur Silju Jóhannesdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og til vara Helenu Eydísi Ingólfsdóttur.

12.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2019

201904092

Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. þriðjudaginn 30. apríl.
Byggðarráð felur Silju Jóhannesdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

13.Boð á fund vinabæja Karlskoga í Svíþjóð dagana 16. til 18. september 2019

201904132

Borist hefur boð frá sveitarfélaginu Karlskoga í Svíþjóð á vinabæjafund dagana 16. - 18. september 2019 í tilefni af því að 100 ár eru frá því að sveitarstjórn Karlskoga kom fyrst saman. Til fundarins er boðið sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og einum fulltrúa til viðbótar.
Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og Hrund Ásgeirsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins.

14.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

201902004

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélagar frá 11. apríl s.l.
Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar: tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2019, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

201904060

Utanríkismálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

16.Atvinnuveganefnd: til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

201904066

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastonfun og þjóðgarða, 778. mál.

201904073

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

18.Atvinnuveganefnd: til umsagnar þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál

201904071

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

19.Atvinnuveganefnd: til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál

201904072

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk
Lagt fram til kynningar.

20.Atvinnuveganefnd: til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 792. mál

201904070

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbygginguflutningskerfis raforku), 792. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk
Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.

201904068

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. apríl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.