Fara í efni

Vinnulag innan sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana og viðauka við þær

Málsnúmer 201904124

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 288. fundur - 02.05.2019

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir frumkvæðisathugun ráðuneytisins á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga þar sem misræmi í rekstri og fjárfestingum milli fjárhagsáætlana og ársreikninga árið 2016 nam 5% eða meira. Bréfið er sent öllum sveitarfélögum til að kynna niðurstöðuna og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga ársins 2019.
Lagt fram til kynningar.