Fara í efni

Almennt um sorpmál 2019.

Málsnúmer 201901008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 20. fundur - 15.01.2019

Umræða um framhald sorphirðu í sveitarfélaginu við lok núgildandi þjónustusamnings við Íslenska gámafélagið.
Yfirferð á stöðu sorphirðu á austursvæði Norðurþings og fyrirhuguðum breytingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kalla eftir minnisblaði frá stofnunum sveitarfélagsins varðandi sorpmál; hvað gengur vel, hvað má betur fara og reynslu þeirra af sorphirðu s.l. fjögurra ára o.fl. Einnig er honum falið að eiga samtal við nágrannasveitarfélög varðandi málaflokkinn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Fyrir fundi liggur fyrsta uppkast af útboðsgögnum. Söfnun, flutningur og afsetning úrgangs, endurvinnsla, moltugerð og rekstur móttökustöðvar á Húsavík fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Tjörneshrepp.

Gögnin liggja til kynningar og beðið er um álit nefndarfólks til viðmiðunar í frekari vinnu.
Lagt fram.