Fara í efni

Hundasvæði á Húsavík.

Málsnúmer 201902041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 23. fundur - 12.02.2019

Hundaeigendum í Norðurþingi eru umhugað um að komið verði upp hundasvæði þar sem þeir geti farið og leyft hundunum að hlaupa á öruggu svæði fyrir bæði þá og íbúa Norðurþings. Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs leggur fram tillögu um að hundasvæði verði fundinn staður og gerð kostnaðar- og rekstraráætlun til að leggja fyrir ráðið eftir tvær vikur. Einnig að það verði gert í samráði við hundasamfélagið á Húsavík en það samfélag er með virkan hóp á facebook.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá kostnaðar- og rekstraráætlun og gera áhættugreiningu fyrir hundasvæði og stefnt er að því að það svæði verði á Flatarholti eða við Hvamm við Búðará.
Guðmundur H. Halldórsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 25. fundur - 05.03.2019

Á 23. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá kostnaðar- og rekstraráætlun og gera áhættugreiningu fyrir hundasvæði og stefnt er að því að það svæði verði á Flatarholti eða við Hvamm við Búðará."
Búið er að vinna frum kostnaðar- og rekstraráætlun og gera áhættugreiningu fyrir hundasvæði við Flatarholt og Hvamm og er hún lögð fyrir nefnd.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki forsendur til að fara í framkvæmdina.