Fara í efni

Ósk um umsögn vegna ábendingar um skaðlegar athafnir sveitarfélagsins Norðurþings

Málsnúmer 201902056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 282. fundur - 28.02.2019

Samkeppniseftirlitinu hefur borist ábending f.h. Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. vegna meintra aðgerða sveitarfélagsins Norðurþings sem haft geta skaðleg áhrif á samkeppni á markaði fyrir hvalaskoðunarferðir á Norðurlandi. Á grundvelli ábendinganna óskar Samkeppniseftirlitið eftir umsögn sveitarfélagsins og e.a. upplýsingum er varða fullyrðingar Gentle Giants-Hvalaferða og birtast í abendingu þeirra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna umsögn og senda til Samkeppniseftirlitsins.

Byggðarráð Norðurþings - 283. fundur - 07.03.2019

Sveitarfélaginu hefur borist svar frá Samkeppniseftirlitinu varðandi næstu skref þess er varða ábendingar Gentle Giants um mögulegar skaðlegar athafnir Norðurþings sem skekkt hefðu samkeppnisstöðu hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík. Á grunni þeirra upplýsinga sem Norðurþing sendi eftirlitinu þann 28. febrúar sl. og með vísan til heimildar Samkeppniseftirlitsins til að forgangsraða málum, ákvað stofnunin að ekki væri tilefni til þess að hefja formlega málsmeðferð að svo stöddu.
Lagt fram til kynningar.