Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

283. fundur 07. mars 2019 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Beiðni Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss

Málsnúmer 201903004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skotfélagi Húsavíkur þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss fyrir félagið. Á fundinn mæta Gylfi Sigurðsson og Kristján Arnarson og fara yfir starfsemi Skotfélagsins og framtíðaráform þess.
Byggðarráð þakkar Gylfa og Kristjáni fyrir komuna og lýsir sig reiðubúið til að vinna að ítarlegri greiningu á verkefninu með félaginu og fjalla aftur um málið á næstu vikum.
Byggðarráð vísar því til Orkuveitu Húsavíkur að kanna kostnað við að koma vatni á svæðið. Einnig óskar ráðið eftir því að lagðar verði fyrir skipulags- og framkvæmdaráð upplýsingar um kostnað við lagfæringu vegar og lagningu rafmagns að skotsvæðinu.

2.Atvinnustefna Norðurþings

Málsnúmer 201902057Vakta málsnúmer

Á 89. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;

Til máls tóku: Helena, Bergur, Silja, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að hafin verði vinna við gerð atvinnustefnu Norðurþings. Í þeirri vinnu verði horft til þess að gera aðstæður sem bestar til uppbyggingar atvinnulífs hvort sem er fyrir starfandi fyrirtæki og nýja starfsemi. Þá verði horft til áframhaldandi uppbyggingar á Bakka með tilliti til þess hvaða áherslur við viljum leggja í því að laða fyrirtæki þar að, hvers konar starfsemi hugnast okkur að verði staðsett þar o.s.frv. Þá tel ég rétt að hluti vinnunnar verði tillögur að aðgerðum til að ná þeim markmiðum sem sett verða fram í henni, vinnunni verði lokið á fyrri hluta ársins 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.
Ég vil jafnframt leggja til að stefnumótunin verið á höndum byggðaráðs sem fer með atvinnumál.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjóra er falið að undirbúa vinnufund byggðarráðs síðar í mánuðinum.

3.Ósk um umsögn vegna ábendingar um skaðlegar athafnir sveitarfélagsins Norðurþings

Málsnúmer 201902056Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu hefur borist svar frá Samkeppniseftirlitinu varðandi næstu skref þess er varða ábendingar Gentle Giants um mögulegar skaðlegar athafnir Norðurþings sem skekkt hefðu samkeppnisstöðu hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík. Á grunni þeirra upplýsinga sem Norðurþing sendi eftirlitinu þann 28. febrúar sl. og með vísan til heimildar Samkeppniseftirlitsins til að forgangsraða málum, ákvað stofnunin að ekki væri tilefni til þess að hefja formlega málsmeðferð að svo stöddu.
Lagt fram til kynningar.

4.Heiðarbær veitingar sf., samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ

Málsnúmer 201511006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ milli Norðurþings og Heiðarbæjar veitinga sf. er útrunninn. Sameiginlegur áhugi beggja aðila er á að samningurinn verði framlengdur út september 2019.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að endurnýja samning við núverandi rekstraraðila á grunni eldri samnings og leggja fyrir byggðarráð til staðfestingar. Miðað er við að samningurinn gildi út september 2019.

Byggðarráð felur sveitarstjóra sömuleiðis að hefja undirbúning þess með hvaða hætti rekstri í Heiðarbæ verði háttað til framtíðar að þessum samningi loknum.

5.Rekstur 2019 - málaflokkayfirlit

Málsnúmer 201903014Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að lagt verði fram rekstraryfirlit málaflokka fyrir janúar mánuð 2019.
Lagt fram til kynningar.

6.Samningur á milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Norðurþings um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaóhappa.

Málsnúmer 201902013Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar samningur sem undirritaður hefur verið milli Vegagerðarinnar og slökkviliðsins sem tekur til hreinsunar á vegsvæði í kjölfar umferðaróhappa þegar slökkviliðið er kallað til, og ekki er um að ræða mengunaróhapp eins og það er skilgreint í 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000. Ef um er að ræða hreinsun vegna mengunaróhapps skv. skilgreiningu laganna, greiðir sveitarstjórn kostnað af hreinsun og öðrum nauðsynlegum aðgerðum slökkviliðins í samræmi við ákvæði brunavarnalaga. Ef aftur á móti er um að ræða hreinsun þjóðvega í öðrum tilvikum greiðir Vegagerðin kostnað við þjónustu slökkviliðsins og gerir endurkröfu á tjónvald.
Lagt fram til kynningar.

7.Samningur um Tetra farstöðvaþjónustu milli Neyðarlínunnar og Slökkviliðs Norðurþings.

Málsnúmer 201902014Vakta málsnúmer

Nú nýverið var gerður samningur um Tetra farstöðvaþjónustu milli Neyðarlínunnar og Slökkviliðs Norðurþings sem felur í sér að Neyðarlínan veitir slökkviliðinu aðgang að Tetra-farstöðvaþjónustu og þannig hefur liðið umsjón og rekstrarutanumhald með tilheyrandi fjarskiptanetum fyrir m.a. öryggis- og hópfjarskipti slökkviliðsins. Samingurinn gildir frá 1. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Veiðifélags Deildarár 2019

Málsnúmer 201903009Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Deildarár árið 2019 sunnudaginn 24. mars kl. 14:00 í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á aðalfundinum og Óskar Óskarsson til vara.

9.Umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Málsnúmer 201903010Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskar eftir umræðu um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Undirritaður vill vekja athygli á bókun byggðarráðs Húnaþings vestra á fundi ráðsins sem haldinn var mánudaginn 25. febrúar 2019, en hún er svohljóðandi.

„Byggðarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með framkomið frumvarp. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Byggðarráð hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja.
Ef frumvarpið verður að lögum má búast við auknum kostnaði innan heilbrigðiskerfisins vegna sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í framtíðinni, lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði.
Byggðarráð gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og krefur stjórnvöld um að innflutt kjöt og egg verði ekki leyst úr tolli fyrr en Mast hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar bakteríur til staðar í viðkomandi vörum.“

Ein af grunnstoðum sveitarfélagsins Norðurþings er sauðfjárrækt og vinnsla landbúnaðarafurða. Jafnframt skal vakin athygli á því að innan og í nágrenni sveitarfélagsins er stærsta líflambasvæði landsins. Í ljósi framangreinds er hér með skorað á þingmenn kjördæmisins að beita sér af fullum þunga gegn frumvarpinu og leitað verði allra leiða til að tryggja hreinleika íslenskra bústofna. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en skammtíma viðskiptahagsmunir.

Bergur Elías Ágústsson

Helena Eydís Ingólfsdóttir og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir taka undir áskorunina.

10.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 868. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. febrúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 184. mál tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi

Málsnúmer 201902131Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.