Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

Málsnúmer 201903040

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019

Markmið laga þessara er að stuðla að og hvetja til hagkvæmari uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta með því að auðvelda sameiginlega nýtingu á núverandi efnislegum grunnvirkjum og með því að hvetja til skilvirkari uppbyggingar á nýjum efnislegum grunnvirkjum þannig að útbreiðsla slíkra neta sé möguleg með lægri kostnaði.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að frumvarpi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.