Fara í efni

Fyrningar og afskriftir vegna ársreiknings OH 2018

Málsnúmer 201903127

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019

Meðfylgjandi er fyrningarskýrsla OH sem sýnir stöðuna í lok árs 2018. Fara þarf yfir skýrsluna og skoða sérstaklega hvað má fyrna og hvað ekki. Svo virðist sem ýmist sé ekkert afskrifað vegna vegna sjóbaðanna, eða um smávægilegar afskriftir er að ræða. Það sama á við eignfærslur varðandi Bakkaveg.

Meðfylgjandi eru einnig skjöl með tillögu að niðurfærslu viðskiptakrafna vegna Orkuveitunnar ásamt aldursgreindum stöðulista viðskiptamanna 31.12.2018.
Fara þarf yfir aldursgreinda listann og láta endurskoðanda vita ef það eru einhverjir viðskiptamenn sem talið er að þurfi að afskrifa að fullu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir ekki athugasemdir við þær afskriftir og fyrningar sem lagðar eru fram af endurskoðanda félagsins.
Gert er ráð fyrir að orkustöð OH að Hrísmóum 1 verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög leyfa og að hitaveituframkvæmd í Kelduhverfi verði afskirifuð að fullu.