Fara í efni

Kynning á starfsemi eldri borgara á Raufarhöfn

Málsnúmer 201905072

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 32. fundur - 13.05.2019

Fjölskylduráð heimsækir félag eldri borgara á Raufarhöfn í húsnæði þeirra Breiðablik og kynnir sér starf félagsins.
Fjölskylduráð heimsótti Breiðarblik, félagsaðstöðu Félags eldri borgara á Raufarhöfn og fékk kynningu á starfssemi félagsins frá félögum auk þess sem farið var yfir ástand húsnæðisins. Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs og umsjónarmaður fasteigna sveitarfélagsins sátu fundinn undir þessum lið. Þak hússins er mjög lekt og húsið allt komið á umtalsvert viðhald. Mikilvægt er að ráðast í endurbætur á þakinu ef starfsemi á áfram að vera í húsnæðinu. Rætt var um mögulegar leiðir. Formaður fjölskylduráðs mun taka frekara samtal við formann Félags eldri borgara á Raufarhöfn í framhaldi.