Fara í efni

Fjölskylduráð

32. fundur 13. maí 2019 kl. 13:30 - 15:30 á stjórnsýsluskrifstofu, Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauks aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Kristján Þór Magnússon
  • Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Bergur Elías Ágústsson
  • Heiðar Hrafn Halldórsson
  • Birna Ásgeirsdóttir
  • Kristinn Jóhann Lund
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
  • Silja Jóhannesdóttir
  • Kristján Friðrik Sigurðsson
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir
  • Óli Halldórsson
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir því að taka inn á dagskrána mál nr. 201905030, Grunnskóli Raufarhafnar - ráðning skólastjóra og setja sem lið 3 á fundardagskrá.
Samþykkt samhljóða af nefndarmönnum.

1.Kynning á starfsemi eldri borgara á Raufarhöfn

Málsnúmer 201905072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir félag eldri borgara á Raufarhöfn í húsnæði þeirra Breiðablik og kynnir sér starf félagsins.
Fjölskylduráð heimsótti Breiðarblik, félagsaðstöðu Félags eldri borgara á Raufarhöfn og fékk kynningu á starfssemi félagsins frá félögum auk þess sem farið var yfir ástand húsnæðisins. Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs og umsjónarmaður fasteigna sveitarfélagsins sátu fundinn undir þessum lið. Þak hússins er mjög lekt og húsið allt komið á umtalsvert viðhald. Mikilvægt er að ráðast í endurbætur á þakinu ef starfsemi á áfram að vera í húsnæðinu. Rætt var um mögulegar leiðir. Formaður fjölskylduráðs mun taka frekara samtal við formann Félags eldri borgara á Raufarhöfn í framhaldi.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904128Vakta málsnúmer

Skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2019-2020 er lagt fram til kynningar og samþykktar.
Fjölskylduráð heimsótti Grunskóla Raufarhafnar. Magnús Matthíasson og Olga Friðriksdóttir fóru yfir skóladagatal 2019-2020 og sýndu ráðinu skólahúsið auk þess sem fulltrúar í ráðinu skoðuðu aðstöðu leikskólans. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra

Málsnúmer 201905030Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð ákveður að framlengja umsóknarfrest um stöður kennara og skólastjóra um 2 vikur.

4.Jafnréttismál ýmis erindi 2019

Málsnúmer 201904091Vakta málsnúmer

Vinnufundur ráðsins um Jafnréttisstefnu Norðurþings, haldinn á Raufarhöfn
Fjölskylduráð ræddi um jafnréttisáætlun Norðurþings 2019 til 2022. Félagsmálastjóri fór yfir drög að áætluninni og punkta um aðgerðaáætæun og hlutverk fjölskylduráðs sem jafnréttisnefndar. Fulltrúar munu leggja fram punkta sína til félagsmálastjóra og verður málið tekið til umræðu á síðastu fundi ráðsins í maí og stefnt að því að ljúka þá áætluninni og að henni verði í framhaldi vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar á fundi í júní.

5.Forvarnarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar verktilboð Þekkingarnets Þingeyinga um verkefnisstjórn í stefnumótunarvinnu um forvarnarstefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð ræddi tilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga í gerð forvarnastefnu. Ráðið hefur unnið minnisblað um þau áhersluatriði sem það vill leggja áherslu á við gerð stefnunnar. Ráðið hefur á fundum sínum jafnframt rætt um að sett verði af stað heildstæð vinna við fjölskyldustefnu sveitarfélagsins og að forvarnastefna falli inn í þá vinnu. Fræðslufulltrúa er falið að kalla eftir að fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga komi á fund ráðsns í næstu viku. Ráðið frestar að taka afstöðu til tilboðsins.

6.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

Þriðja fundargerð Fötlunarráðs Norðurþings lögð fram til kynningar og umræðu.
Farið yfir fundargerð 3. fundar fötlunarráðs. Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:30.