Fara í efni

Skipun í stýrihóp vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201905116

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 290. fundur - 23.05.2019

Skv. 4. grein samnings heilbrigðisráðuneytisins og Norðurþings um uppbyggingu hjúkrunarheimilis er gert ráð fyrir að tilnefna fulltrúa í starfshóp vegna verkefnisins. Frá heilbrigðisráðuneytinu verða Guðlaug Einarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu og Sveinn Bragason. Norðurþingi og samstarfssveitarfélögunum er ætlað að tilnefna tvo aðila þannig að boða megi hópinn saman til fyrsta fundar til að ýta úr vör áætlanagerð og hönnun við bygginguna.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Kristján Þór Magnusson, sveitarstjóra Norðurþings og Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar í starfshópinn fyrir hönd samstarfssveitarfélaganna.