Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

290. fundur 23. maí 2019 kl. 08:30 - 10:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga.

Málsnúmer 201905003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu Grænbók um stefnu í málefnu sveitarfélaga. Um er að ræða umræðuskjal sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið lagði fram í apríl sl. varðandi stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Með þessu skjali er byggt undir tækifæri og grundvöll almennings og hagsmunaaðila til að leggja fram sín sjónarmið um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn á málaflokkinn, ásamt þeim áherslum og ólíkum leiðum sem aðilar kunna að hafa skoðun á til eflingar sveitarstjórnarstigsins.
Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarfólk til að kynna sér Grænbók og senda inn umsögn fyrir 3. júní.

2.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020-2024

Málsnúmer 201905107Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu í byggðarráði er tillaga til þingsályktunar um fjármáláætlun 2020-2024, mál nr. 750.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úr þeim umræðupunktum sem komu fram á fundinum og ganga frá umsögn í samráði við byggðarráð.

3.Endurskoðun 2019 - vegna ársreiknings 2018

Málsnúmer 201904034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur endurskoðunarskýrsla Deloitte vegna ársreiknings Norðurþings 2018.
Lagt fram til kynningar.

4.Jafnlaunavottun hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð vegna jafnlaunavottunar sem sveitarfélaginu er skylt að taka upp samkvæmt lögum nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur fjármálastjóra að afla frekari gagna.

5.Raforkukaup hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Ríkiskaupum þar sem kynntur er undirbúningur útboðs á raforkukaupum fyrir sveitarfélög. Tilkynna þarf þátttöku í útboðinu fyrir 31. maí n.k.
Byggðarráð vísar til fyrri ákvörðunar um uppsögn á samningi um raforkukaup og samþykkir að taka þátt í útboði Ríkiskaupa.

6.Skipun í stýrihóp vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201905116Vakta málsnúmer

Skv. 4. grein samnings heilbrigðisráðuneytisins og Norðurþings um uppbyggingu hjúkrunarheimilis er gert ráð fyrir að tilnefna fulltrúa í starfshóp vegna verkefnisins. Frá heilbrigðisráðuneytinu verða Guðlaug Einarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu og Sveinn Bragason. Norðurþingi og samstarfssveitarfélögunum er ætlað að tilnefna tvo aðila þannig að boða megi hópinn saman til fyrsta fundar til að ýta úr vör áætlanagerð og hönnun við bygginguna.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Kristján Þór Magnusson, sveitarstjóra Norðurþings og Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar í starfshópinn fyrir hönd samstarfssveitarfélaganna.

7.Björgunarsveitin Pólstjarnan, tækifærisleyfi fyrir sjómannadagsball í Hnitbjörgum

Málsnúmer 201905067Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Póstjörnunnar um tækifærisleyfi vegna sjómannadagsballs í Hnitbjörgum frá kl. 23:30 þann 1. júní til kl. 03:00 þann 2. júní n.k.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

8.Stofnfjáraukning Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Málsnúmer 201905101Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá sparisjóði Suður-Þingeyinga þar sem kynnt er heimild stjórnar frá nýliðnum aðalfundi sjóðsins til aukningar á stofnfé um 80 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2018 verði ráðstafað til aukningar stofnfjár. Jafnframt samþykkir byggðarráð að leggja til aukið stofnfé þannig að stofnfjárhlutur Norðurþings verði óbreyttur 3,19% að lokinni stofnfjáraukningu.

9.Velferð barna - hvatning um heildstætt og samræmt verklag

Málsnúmer 201905106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Unicef á Íslandi þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til fjölskylduráðs.

10.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2019

Málsnúmer 201905065Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Málræktarsjóðs föstudaginn 7. júní n.k. kl. 15:30 á Hótel Sögu. Tilnefningar á aðalfundinn þurfa að berast framkvæmdastjóra sjóðsins fyrir 27. maí.
Byggðarráð mun ekki senda fulltrúa á aðalfund Málræktarsjóðs að þessu sinni.

11.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019

Málsnúmer 201905095Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Landskerfa bókasafna hf. miðvikudaginn 29. maí n.k. kl. 14:00 að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Byggðarráð leggur til við Menningarmiðstöð Þingeyinga, sem sér um rekstur bókasafna Norðurþings, að sendur verði fulltrúi á aðalfund Landskerfa bókasafna hf. á kostnað sveitarfélagsins.

12.Atvinnuveganefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.

Málsnúmer 201905102Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Þess er óskað að umsögnin berist eigi síðar en 3. júní n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.