Fara í efni

Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga.

Málsnúmer 201905003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 289. fundur - 09.05.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunarum stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 290. fundur - 23.05.2019

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu Grænbók um stefnu í málefnu sveitarfélaga. Um er að ræða umræðuskjal sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið lagði fram í apríl sl. varðandi stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Með þessu skjali er byggt undir tækifæri og grundvöll almennings og hagsmunaaðila til að leggja fram sín sjónarmið um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn á málaflokkinn, ásamt þeim áherslum og ólíkum leiðum sem aðilar kunna að hafa skoðun á til eflingar sveitarstjórnarstigsins.
Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarfólk til að kynna sér Grænbók og senda inn umsögn fyrir 3. júní.