Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

289. fundur 09. maí 2019 kl. 08:30 - 09:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varamaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Húsnæðisáætlun Norðurþings 2018/2019

Málsnúmer 201811024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur húsnæðisáætlun Norðurþings 2019-2026.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir árin 2019-2026 með áorðnum breytingum og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Mærudagar 2019

Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög við hátíðarhaldara vegna Mærudaga 2019. Skýra þarf aðkomu Norðurþings að hátíðinni og mun Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi koma á fundinn og fara yfir samningsdrögin og skipulag í kringum Mærudaga 2019.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Kjartani Páli og Sigrúnu Björgu fyrir yfirferðina og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

3.Yfirlit yfir fjárfestingar 2018

Málsnúmer 201905043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir fjárfestingar í samstæðuársreikningi Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2019

Málsnúmer 201905017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir bókhaldslega stöðu framkvæmda og fjárfestinga m.v. 31. mars 2019.
Fjármálastjóri lagði fram yfirlit yfir bókfærðar framkvæmdir og fjárfestingar til 31. mars 2019.

5.Bókun vegna reksturs Leigufélags Hvamms rekstrarárið 2019

Málsnúmer 201905046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk stjórnar Leigufélagsins Hvamms um yfirlýsingu sveitarstjórnar Norðurþings varðandi áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins á árinu 2019.
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2019 verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2018 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 55,4 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 27,5% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,83. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár, 2019.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að styðja við Leigufélag Hvamms á yfirstandandi rekstrarári.

6.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga.

Málsnúmer 201905003Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunarum stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 20120-2024, 750. mál

Málsnúmer 201905044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.