Fara í efni

Jarðhitaleit í Norðurþingi

Málsnúmer 201906063

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 194. fundur - 24.06.2019

Að undanförnu hefur farið fram umræða um kosti þess og nauðsyn að Orkuveita Húsavíkur setji meiri þunga í orkurannsóknir innan Norðurþings.
Fyrir liggur ósk um samstarf við OH varðandi jarðhitaleit í Norðurþingi frá fyrirtækinu Varmaorku og er óskað eftir afstöðu stjórnar til þess.
Stjórn OH þakkar áhuga Varmaorku á jarðhitaleit í Norðurþingi og felur framkvæmdastjóra að kanna frekar þær hugmyndir sem búa að baki hugmyndum um samstarf í þeim efnum.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 229. fundur - 21.03.2022

Bergur Elías óskar eftir að málið verði á dagskrá stjórnar Orkuveitu Húsavíkur.

Greinagerð frá Bergi:
Fyrir starfsárið 2021 lagði undirritaður áherslu á að farið yrði í jarðhitaleit við Húsavík. Samþykkt var að leggja til í framkvæmdaáætlun fjármunum upp á 10 m.kr. til verkefnisins. Sú fjárheimdild var ekki nýtt. Sama upphæð var sett í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022. Óskað er eftir stuttri og hnitmiðaðri greinargerð um hvað málið er statt og hver eru næstu skref og tímaáætlanir í þessu mikilvæga verkefni.
Orkuveita Húsavíkur hefur fengið Ísor með sér í samstarf til að kortleggja og kanna nýtingarkosti á starfssvæði Orkuveitu Húsavíkur ásamt því að nýta núverandi borholur með betri hætti.