Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

229. fundur 21. mars 2022 kl. 09:00 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá
Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor og Ragnar Jóhann Jónsson endurdkoðandi frá Deloitte sátu fundarlið 1. í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2021

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Drög að ársreikningi Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2021, lögð fram til kynningar.
Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor ehf. ásamt Ragnari Jóhanni Jónssyni endurskoðanda frá Deloitte ehf. kynntu drög af ársreikningi fyrir stjórn.

Unnið er að endanlegri skýrslu stjórnar sem mun fylgja ársreikningi.

2.Ósk um fjárstuðning til plöntukaupa

Málsnúmer 202203084Vakta málsnúmer

Skógrækt Húsavíkur óskar eftir fjárstuðningi frá Orkuveitu Húsavíkur til kaupa á trjáplöntum til að gróðursetja í landi við Húsavík sem gróið er alaskalúpínu eða hávöxnu grasi. Þess er óskað að styrkur verði allt að 500.000 kr. á ári næstu þjú árin.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir beiðni um fjárstuðning til 3ja ára og felur rekstrarstjóra að ganga frá skriflegu samkomulagi um stuðninginn.

3.Jarðhitaleit í Norðurþingi

Málsnúmer 201906063Vakta málsnúmer

Bergur Elías óskar eftir að málið verði á dagskrá stjórnar Orkuveitu Húsavíkur.

Greinagerð frá Bergi:
Fyrir starfsárið 2021 lagði undirritaður áherslu á að farið yrði í jarðhitaleit við Húsavík. Samþykkt var að leggja til í framkvæmdaáætlun fjármunum upp á 10 m.kr. til verkefnisins. Sú fjárheimdild var ekki nýtt. Sama upphæð var sett í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022. Óskað er eftir stuttri og hnitmiðaðri greinargerð um hvað málið er statt og hver eru næstu skref og tímaáætlanir í þessu mikilvæga verkefni.
Orkuveita Húsavíkur hefur fengið Ísor með sér í samstarf til að kortleggja og kanna nýtingarkosti á starfssvæði Orkuveitu Húsavíkur ásamt því að nýta núverandi borholur með betri hætti.

4.Íslandsþari ehf. - Ósk um viðræður

Málsnúmer 202010004Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri skilaði minnisblaði til sveitastjóra vegna valkostagreiningar fyrir mögulega úthlutunar lóðar til Íslandsþara. Það minnisblað er lagt fram til kynningar.

5.Innkaup Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 202201092Vakta málsnúmer

Á 227. fundi Orkuveitu Húsavíkur óskaði Bergur Elías eftir að
stjórn Orkuveitu taki málefnalega umræðu um aðild félagsins að rammasamningi. Þess er jafnframt óskað að lagður verið fram listi yfir innkaup, útboð og samninga við lögaðila, nafn og upphæð hvers aðila fyrir árið 2021. Þessi listi liggur fyrir fundinum til umræðu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að segja sig úr aðild af öllum rammasamningum Ríkiskaupa. Stjórnin felur Rekstrarstjóra að tilkynna það með réttum hætti.

Fundi slitið - kl. 11:30.