Fara í efni

Breyting á lóðarleigusamningi v/fyrirhugaðrar vegagerðar á Reykjaheiðarvegi

Málsnúmer 201908048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Fyrir liggja drög að breytingu á lóðarleigusamningi við Reykjaheiðarveg 10.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhafa við Reykjaheiðarveg 10 verði boðin lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi teikninga.

Byggðarráð Norðurþings - 298. fundur - 15.08.2019

Á 40. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings lagði ráðið til við sveitarstjórn að lóðarhafa við Reykjaheiðarveg 10 verði boðinn nýr lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi teikninga.
Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að nýjum lóðarsamningi við Reykjaheiðarveg 10.