Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

298. fundur 15. ágúst 2019 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Til áframhaldandi umræðu í byggðarráði er tekjuáætlun fyrir rekstrarárið 2020, áætlað framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem og yfirferð mismunandi sviðsmynda fasteignagjalda m.v. núverandi eða breyttar forsendur álagningar fasteignaskatts.
Lagt fram til kynningar. Á áætlun er að úthluta fjárhagsrömmum til sviða og deilda sveitarfélagsins á fundi byggðarráðs 5. september n.k.

2.Viðauki 2 2019 - Félagsþjónusta

Málsnúmer 201907028Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka við félagsþjónustu. Með tilliti til aukinna framlaga frá jöfnunarsjóði. Hróðný Lund kemur á fundinn og gerir grein fyrir breytingunni á rekstri sviðsins.
Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir fyrirlagðan viðauka.

3.Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi

Málsnúmer 201908049Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda birtist þann 26. júlí sl. til umsagnar Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Frestur til athugasemda er til og með 16. ágúst n.k.

Í inngangi að málinu kemur fram að "í september 2018 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verkefnisstjórn til að vinna að mótun flugstefnu fyrir Ísland en slík stefna hefur ekki verið mótuð áður með heildstæðum hætti. Mikil og aukin umsvif flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi hér á landi á undanförnum árum hafa kallað á slíka stefnumörkun en samræmd stefna í málefnum flugs og flugtengdrar starfsemi styður við stefnumörkun samgönguáætlunar. Í samgönguáætlun felst grundvallarstefnumótun ríkisins í öllum greinum samgangna, sbr. nánar ákvæði laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008."

Markmið með gerð flugstefnu er að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi, hvort sem er núverandi eða nýja starfsemi, styður vöxt hennar að því marki sem það er þjóðhagslega hagkvæmt og eykur atvinnusköpun.

Starfshópurinn hefur skilað af sér drögum að grænbók sem hér eru lögð fram til kynningar og umsagnar. Er þar annars vegar um að ræða greiningu á stöðunni í málaflokknum í dag og einnig tillögur að áherslum til framtíðar. Er almenningi og hagsmunaaðilum boðið að gefa umsögn um drög að grænbókinni og leggja fram sín sjónarmið um áherslur í flugmálum til framtíðar.
Byggðarráð skorar á stjórnvöld að framlengja frest til athugasemda við Grænbókina, þannig að ráðrúm gefist til umræðu og ályktana um hana og þær tillögur sem þar koma fram.

4.Boð til Karlskoga í Svíþjóð, vinabæjar Norðurþings.

Málsnúmer 201908051Vakta málsnúmer

Á 288. fundi byggðarráðs Norðurþings (02.05.2019) var tekið fyrir boð á fund vinabæja Karlskoga í Svíþjóð dagana 16. til 18. september 2019

Bókun fundarins: Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og Hrund Ásgeirsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins.
Breytingar verða á því hvaða fulltrúar Norðurþings fara fyrir hönd þess til Karlskoga í tilefni af því að 100 ár eru frá því að sveitarstjórn Karlskoga kom fyrst saman. Sveitarfélagið mun senda 2-3 fulltrúa úr sveitarstjórn.

5.Breyting á lóðarleigusamningi v/fyrirhugaðrar vegagerðar á Reykjaheiðarvegi

Málsnúmer 201908048Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings lagði ráðið til við sveitarstjórn að lóðarhafa við Reykjaheiðarveg 10 verði boðinn nýr lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi teikninga.
Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að nýjum lóðarsamningi við Reykjaheiðarveg 10.

6.Skipulags- og framkvæmdaráð - 40

Málsnúmer 1907006FVakta málsnúmer

Undir lið 3 tóku til máls: allir fundarmenn.
Undir lið 8 tóku til máls: allir fundarmenn.
Undir lið 4 tóku til máls: Bergur og Helena.
Undir lið 13 tóku til máls: Helena, Bergur og Kristján
Undir lið 17 tóku til máls: Bergur, Helena, Kristján. Byggðarráð leggur til að drög að skýrslu Eflu verði sömuleiðis kynnt í stjórn Orkuveitu Húsavíkur. Sveitarstjóra verði falið að eiga samtal við framkvæmdastjóra AÞ um kynningu á endanlegri útgáfu skýrslunnar.

Fundi slitið - kl. 11:00.