Fara í efni

Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi

Málsnúmer 201908049

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 298. fundur - 15.08.2019

Í samráðsgátt stjórnvalda birtist þann 26. júlí sl. til umsagnar Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Frestur til athugasemda er til og með 16. ágúst n.k.

Í inngangi að málinu kemur fram að "í september 2018 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verkefnisstjórn til að vinna að mótun flugstefnu fyrir Ísland en slík stefna hefur ekki verið mótuð áður með heildstæðum hætti. Mikil og aukin umsvif flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi hér á landi á undanförnum árum hafa kallað á slíka stefnumörkun en samræmd stefna í málefnum flugs og flugtengdrar starfsemi styður við stefnumörkun samgönguáætlunar. Í samgönguáætlun felst grundvallarstefnumótun ríkisins í öllum greinum samgangna, sbr. nánar ákvæði laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008."

Markmið með gerð flugstefnu er að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi, hvort sem er núverandi eða nýja starfsemi, styður vöxt hennar að því marki sem það er þjóðhagslega hagkvæmt og eykur atvinnusköpun.

Starfshópurinn hefur skilað af sér drögum að grænbók sem hér eru lögð fram til kynningar og umsagnar. Er þar annars vegar um að ræða greiningu á stöðunni í málaflokknum í dag og einnig tillögur að áherslum til framtíðar. Er almenningi og hagsmunaaðilum boðið að gefa umsögn um drög að grænbókinni og leggja fram sín sjónarmið um áherslur í flugmálum til framtíðar.
Byggðarráð skorar á stjórnvöld að framlengja frest til athugasemda við Grænbókina, þannig að ráðrúm gefist til umræðu og ályktana um hana og þær tillögur sem þar koma fram.