Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir skála B, C, D, F, H, I og J sem standa á byggingarsvæði Bakka við Húsavík.

Málsnúmer 201908101

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Stracta Construction ehf óskar eftir byggingarleyfi fyrir sjö gistiskálum við Dvergabakka sem vari til 1. júlí 2020.
Umrædd hús standa nú þegar á lóðunum og eru formlega skráð eign PCC BakkiSilicon hf. Lóðir undir húsunum eru nú þegar leigðar til PCC BakkiSilicon og eru skilmálar skýrir um réttindi og skyldur aðila í samningum, m.a. um afgjöld af lóðum og mannvirkjum og um skil lóðanna við lok leigutímans, sem og takmörkun á framsali lóðarréttinda. Ekki er vilji hjá ráðinu til að veita öðrum aðila byggingarleyfi fyrir húsum á svæðinu að svo stöddu. Þannig er ekki staða til að verða við erindi Stracta Construction ehf.

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því erindinu.