Fara í efni

Ósk um framlengingu á byggingarleyfi fyrir tvo gistiskála við Dvergabakka

Málsnúmer 201909035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

PCC BakkiSilicon hf. óskar eftir framlengdu leyfi fyrir gistiskála á lóð að Dvergabakka. Um er að ræða skála sem merktir eru M og L á meðfylgjandi loftmynd, en áður er búið að samþykkja framlengt leyfi fyrir skálum K, J og X skv. sömu mynd.
Ástæður beiðninnar er að svo virðist sem smíði verksmiðjunnar sé ekki fulllokið, eins og menn ætluðu, þar sem vansmíði hafi orðið á reykhreinsivirki verksmiðjunnar, sem þurfi að endursmíða á næsta ári. Verði PCC BakkiSilicon hf. að leggja til húsnæði fyrir þá sem að þeirri vinnu munu koma.
Með vísan til framangreindra aðstæðna og þess að slíkt rúmast innan upphaflega samnings um lóðarafnot er umsóknin samþykkt með þeim skilmálum að öll ákvæði vinnubúðarsamningsins frá 1. október 2015 með síðari viðbótum, þ.m.t. ákvæðin um gjaldtöku sveitarfélagsins vegna vinnubúðanna, brottflutning þeirra og skil svæðisins gildi óbreytt um þessa skála M og L til loka ágústmánaðar 2020. Gerður verði sérstakur formlegur viðbótarsamningur um þessa framlengingu.