Fara í efni

Ósk um samstarf - umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna byggingar selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup.

Málsnúmer 201909082

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Fyrir liggur ósk frá Fuglastíg um samstarf vegna umsóknar um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna byggingar selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í frekara samtal varðandi verkefnið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 79. fundur - 06.10.2020

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 26.09.2019 var mál nr. 201909082 tekið fyrir og því svarað með eftirfarandi hætti.
Inngangur - Fyrir liggur ósk frá Fuglastíg um samstarf vegna umsóknar um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna byggingar selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup.
Niðurstaða - Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í frekara samtal varðandi verkefnið.

Nú, rúmu ári síðar liggja fyrir frekari gögn sem gefa tilefni til þess að vinna málið áfram. ´
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi framhald málsins og þá þætti þess sem snúa að Norðurðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð beinir málinu til gerðar framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021. Búið er að skuldbinda sveitarfélagið til 1.240.000 kr í samkomulagi við Fuglastíg.