Fara í efni

Göngu- og hjólreiðastígar.

Málsnúmer 201909090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Formaður Skipulags- og framkvæmdaráðs hefur kynnt sér styrkmöguleika vegna göngu- og hjólreiðastíga utan þéttbýlis. Ljóst er að hægt er að sækja fé til þeirra en mikilvægt að vera búið að kostnaðargreina framkvæmdina. Formaður ráðsins fer fram á við að ráðið samþykki að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina fyrirframgreinda stíga.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina göngu- og hjólreiðastíg frá Húsavík út að Bakka. Einnig að kostnaðargreina göngu- og hjólreiðastíg frá Húsavík að Yltjörn. Ráðið felur einnig formanni í framhaldi af kostnaðargreiningunni að senda inn umsókn í þá sjóði sem við á.