Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Málsnúmer 201911119

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0524.html



Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.



Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.

Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html


Til máls tóku Kristjan Þór, Hjálmar Bogi, Hafrún og Kolbrún Ada.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn sveitarfélagsins;
Norðurþing vill koma á framfæri athugasemd við ofangreint frumvarp. Sveitarstjórn telur mikilvægt að fjárhagslega verði stutt við sameiningar sveitarfélaga, en að sá fjárhagslegi stuðningur verði að fjármagna með sérstöku framlagi úr ríkissjóði sem ekki skerði getu Jöfnunarsjóðs til að standa undir sínu almenna hlutverki. Því tekur Norðurþing undir umsögn Akureyrarbæjar og fleiri með að það sé með öllu óforsvaranlegt að ríkið ætli ekki að koma að fjármögnun sameininganna beint, vegna þess nýja verkefnis, sem sjóðnum er ætlað að styðja. Verði ekki af sérstöku framlagi ríkisins er verið að skerða framlög Jöfnunarsjóðs sem ætlað er að jafna aðstöðu sveitarfélaga með tekju- og útgjaldajöfnunarframlagi. Líkt og Akureyrarbær hefur bent á hefur þetta í för með sér að þau sveitarfélög sem ekki munu sameinast verða ekki aðeins af tekjum heldur er þeim gert að greiða fyrir sameiningu annarra sveitarfélaga.

Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.