Fara í efni

Óska eftir breytingum á deiliskipulagi v/Laugarbrekku 23

Málsnúmer 202001040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020

Þröstur Sigurðsson, f.h. lóðarhafa að Laugarbrekku 23, óskar eftir að deiliskipulagi verði breytt þannig að byggja megi tveggja íbúða hús að Laugarbrekku 23 auk frístandandi bílgeymslu. Þess er sérstaklega óskað að afgreiðslur Norðurþings verði án gjaldtöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að útbúin verði tillaga að breytingu deiliskipulags sem heimili tveggja íbúða hús innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi. Ráðið telur hinsvegar ekki heppilegt að byggð verði bílgeymsla við gangstétt í Laugarbrekku og fellst því ekki á að breyting deiliskipulags taki mið af þeim hugmyndum. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að vinna breytingar deiliskipulagsins umsækjanda að kostnaðarlausu og telur rétt að miða gjaldtöku við samþykkta gjaldskrá.