Fara í efni

Ósk um samning við Norðurþing

Málsnúmer 202001059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020

Fyrir hafnastjórn liggur erindi frá Doddu ehf, ósk um samning við Norðurþing vegna gjalda.
Sá samningur sem hvalaskoðunarfyrirtækjunum Norðursiglingu og Gentle Giants var boðinn byggir á áföllnum gjöldum þar sem ákveðinn lagalegur ágreiningur var fyrir hendi um réttmæti gjaldanna og því ekki um sambærilegar aðstæður að ræða.
Beiðni Doddu hf um að fresta greiðslu gjalda fram til 2028 falla því engan veginn undir sömu forsendur og ofangreindur samningur og telur því ráðið það ekki brot á jafnræðisreglu. Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar því beiðninni.