Fara í efni

Starfshópur um efnahagsþróun á norðurslóðum

Málsnúmer 202002030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 316. fundur - 13.02.2020

Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um efnahagsþróun á norðurslóðum. Starfshópurinn vill gera hagsmunaaðilum kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og er með þessu bréfi óskað eftir greinargerð um eftirfarandi:

- Mat á helstu tækifærum fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf á norðurslóðum, sem og
þeim áskorunum sem bregðast þarf við.
- Er talið mikilvægt að gripa til sérstakra aðgerða til að tryggja efnahagslega og
atvinnutengda hagsmuni á norðurslóðum og þá hverra? Er t.d. þörf á samningagerð um
einstök málefni eða eru hindranir til staðar sem stjórnvöld gætu stuðlað að því að afnema?
- Önnur atriði sem hagsmunaaðilar vilja vekja athygli á.

Óskað er eftir því að greinargerðin berist starfshópnum fyrir 20. febrúar nk.
Byggðarráð telur sér ekki fært að veita umsögn um jafn viðamikið mál og um ræðir innan þess tímafrests sem gefinn er. Byggðarráð óskar eftir því við forsvarsmenn Akureyrarbæjar að eiga formlegt samtal um norðurslóðamál og samstarf um þau á svæðinu.